Ég missti alveg af því að læra að hjóla án þess að nota hendurnar... (það er líka frekar erfitt á malarvegi) Ég held þess vegna stífar æfingar þessa dagana og gengur bara nokkuð vel! Ég reyni það reyndar ekki í miklu roki... vil ekki eiga á hættu að fjúka út í tjörn. (Það hlytist nefnilega svo mikið vesen af því)
Ég er líka búin að komast að því að margar malbikaðar götur eru eins í laginu og tún sem hafa verið plægð á réttan hátt... (þær eru efstar í miðjunni og hallar út að gangstéttunum báðu megin.)
hjólakveðjur
miðvikudagur, 3. október 2007
Hjóla, án þess að nota hendurnar
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 5:46 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|