föstudagur, 12. febrúar 2010

Snjór í Princeton

Í gær snjóaði allan daginn og þá á ég við ALLAN daginn. Ég hef aldrei á ævi minni upplifað jafn langvarandi óslitna snjókomu, held ég að ég þori að fullyrða. Í gær var skólanum lokað og kennsla féll niður. Við Jón Emil fórum í göngutúr, það var mjög fallegt að labba um campus og horfa á öll snæviþöktu trén og byggingarnar. Fyrstu tvær myndirnar eru teknar í gær fyrir framan aðalbygginguna í Princeton.





Í dag var svo virkilega fallegt veður, hitastigið rétt ofan við frostmarkið, sólskin og blíða. Ég stóðst ekki mátið og tók nokkrar myndir hérna heima við húsið sem við búum í. Á milli húsanna höfðu nokkrir sprækir tekið sig til og búið til risa snjókall og Jón Dýri var á ferðinni að hreinsa til enda ekki vanþörf á, en myndir segja meira en mörg orð. (P.s. við búum í nr. 12)