föstudagur, 26. febrúar 2010

Hejsan alle mine svenska vännerne!!

Jæja þá er komið að því. Eftir nokkra mánaða dvala (nánar tiltekið 83 daga) hef ég ákveðið að skríða aftur upp á yfirborðið og inn í bloggheiminn...

Í fréttum er þetta helst:

Ég hef nú fluttst búferlum og má finna merki þess í yfirskrift þessa bloggs. Ég er þó ekki flutt yfir sundið ef það skildi hvarfla að einhverjum lesendanum heldur bý ég nú í götu nokkurri er ber nafnið "Svenskelejren" ásamt vinkonu minni úr skólanum. Höfum við nú skírt íbúðina Villa Villakúla og fengið nöfnum okkar breytt sem hér segir; Line Rullegardinia Krusemynta Långstrump annars vegar og Helga Pippilotta Viktualia Efraimsdotter hins vegar. Við eigum nú fullt í fang með að laga okkur að aðstæðunum - þar með talið þriggja tíma sænsku námskeið tvisvar í viku ;)
Við þennan undikafla minn um sænska tungu má bæta við að fyrirlesari okkar þessa dagana er einmitt frá því gamla fría landi. Held að ég hafi verið eina manneskjan í salnum sem hafði lúmskt gaman af tali hans um "programmet" og "hvort tetta væri partur af programmet" ;)

Í kóngsins köben hefur nú legið snjór frá því... þetta eru víst ekki nýjar fréttir en ég verð endilega að fara að setja inn myndir af herlegheitunum. Nú spái ég því hins vegar að vorið sé á leiðinni. Þó að skaflar séu enn utan í hverju húsi fann ég vorlykt í loftinu áðan, það er komin þýða og fuglarnir farnir að syngja svo er mánuðurinn minn handann við hornið...

Kveðja Helga málari ;P (myndir fylgja)