mánudagur, 29. október 2007

Sem hvítt ský kom fyrsti snjórinn í nótt


Við Jóhanna fórum í frábært afmæli um helgina. Guðrún Nína, Stebba og Lórey tóku sig til og héldu þetta fína teiti. Ég tók mér það bessaleyfi að nota mynd frá Guðrúnu.
Nú sit ég við gluggann minn og horfi á snjókomuna. Ég labbaði úr Kringlunni áðan og heim á meðan snjórinn gerði dökk bláa trefilinn minn alveg hvítan. Mér var samt ekkert kalt. Mér finnst fallegt að horfa á snjókornin líða rólega niður. Svo verða trén líka svo falleg þegar snjórinn leggst á greinarnar.
p.s. hver getur sagt mér úr hvaða ljóði titillinn á þessari færslu er?