fimmtudagur, 11. október 2007

Allt BRJÁLAÐ að gera

Jæja núna er komin fimmtudagur sem þýðir að það var miðvikudagur í gær og föstudagur á morgun. Sko ég man suma hluti ;-D En undanfarnar tvær vikur hefur allt verið á fulllllllu... Var í fimm prófum í þessari viku og skilaði einu stóru verkefni... en núna er sem betur fer bara eitt próf eftir hehe... þessari viku maður veit nú aldrei hvað næsta vika ber í skauti sér. En ég geri nú fleiri hluti en að vera í skólanum(þótt ég eyði stæsta hluta dagsins þar) en það er ball á morgun og ég held að það verið gegggggjað gaman. Anna frænka ætlar að koma líka og það verður geggjað stuð...En þetta er Halloween ball og þá er nú um að gera að hafa það eins langt í burtu og hægt er til að gera þetta meira spúúúúkí...ég hræddi bara sjálfa mig með þessu....hehe en það er í Njálsbúð. en var að fatta í þessum skrifuðu orðum að þetta ball er á vegum starfsemi innan skólans þannig kannski er skólinn lífið eða lífið skóli allt eftir því hvernig menn vilja snúa því...en áður en ég fer að deila með ykkur of djúpum pælingum þá ætla ég bara að segja þetta gott.