fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Blogg barnið:)

Jæja.... nú er komið að því!!! Ég er að fara að stíga mín fyrstu skref í bloggheiminum... Já ég er ein þeirra sem aldrei hef komist inn í þessa rútínu að blogga.... Ég er ekki alveg viss um af hverju endilega, býst við að það sé ekki til nein ein skýring. Ég er líklega bara ekki þessi mikla net týpa:) ég á til dæmis hvorki myspace né facebook!

Hvað um það, þá tókst systrum mínum að fá mig í þetta... nei þetta má alls ekki misskiljast ég vil mjög gjarnan vera með á þessu systrabloggi, það verður skemmtileg tilbreyting að vera í bandi við ykkur gegnum netið. Ennþá meira þar sem ég er að fara út!
En sem sagt ég fór að velta fyrir mér hvað þarf bloggfærsla að hafa til þess að hún sé áhugaverð-skemmtileg-fyndin? Ég hef enn ekki komist af neinni einni niðurstöðu (er að gera frumdrög að LÖNGUM lista... hehe:)) en endilega látið mig vita ef þið eruð með hugmyndir handa mér:)

Alla vega: Helga kveður eftir sína fyrstu færslu;) - yfir og út!

(þetta var nú ekkert svo erfitt - og kannski bara nokkuð skemmtilegt eftir allt saman;))