laugardagur, 27. september 2008

Stundum

Er erfitt að vera kokkur....

föstudagur, 26. september 2008

Ég brosi

Nokkrir hlutir sem fengu mig til að brosa í vikunni:

Sólin þegar hún skein í gegnum hellirigningu og bjó til tvöfaldan regnboga
Kveðja sem ég fékk frá Danmörku
Blómvöndur ásamt hlýrri kveðju
Sigur míns liðs í spurningakeppni í samgönguverkfræði

Boðskapur færslunnar: Ekki gleyma að brosa :-)

fimmtudagur, 25. september 2008

Vid hittumst heil!!

Haustid er á leidinni til Danaveldis. Raud, gul, brún laufblöd birtast og verda sem gull tegar sólin skín svona fallega eins og hún hefur gert undanfarna daga.

En tad er meira sem haustid hefur í för med sér en litadýrdina eina saman. Réttir, sláturtíd, skólann, myrkrid, vetrarúlpuna, húfuna og vettlingana. En tad er eitt til vidbótar sem haust hafa upp á ad bjóda og ekki má gleyma, jú lesandi gódur, mikid rétt HAUSTFRÌ!!

Hvad er meira tilvalid en ad nýta tækifærid tegar madur fær frí frá önnum hversdagsleikans en ad stíga um bord í flugvél og skreppa heim:)

Ætla ad kíkja heim í rétt rúma viku frá 9. til 18. okt árid mun vera 2008. Nú verdur hér med brainstorming á sídunni... hvern langar ad hittast?? hvar, hvenær og hvad á ad gera?? Hlakka til ad heyra frá ykkur. En hlakka enn meira til ad hittast brádum:)

KNÚS og kram

þriðjudagur, 23. september 2008

Gjaldkerinn mundar hamarinn

Við í Nöglunum héldum Stanley-bikarinn á föstudaginn var. Keppnin gekk út á að negla 4'' nagla alveg á bólakaf. Hér sést gjaldkerinn munda hamarinn þar sem einn keppandanna lauk ekki við verkið. Annars var aðal verkefni mitt þetta kvöld að afhenda nagla og vara mig á fullum Nöglum með hamar í hönd!

sunnudagur, 21. september 2008

Sjáiði fallega vasann og blómin sem ég fékk :-)



Ég keyrði austur fyrir fjall í gær. Treysti mér ekki heim á föstudagskvöldið enda stormur. Mér tókst að komast heim á milli storma, því stuttu eftir að ég kom heim var aftur komið leiðindaveður. Ég tók þessa mynd af Kambabrúninni, stóð þar meðal asískra ferðamanna... 



föstudagur, 19. september 2008

Kííííína

Nú styttist óðfluga í að ég haldi út til Kína með góðmenntum hóp frá FSu. Ég verð að segja að ég er að deyja úr spenningi!!!! En það er hægara sagt en gert að komast til Kína. Það þarf að ljósrita passan í bak og fyrir og svo þarf að fylla út eyðublað til að gá hvort maður sé óæskileg heimsókn. En þetta er allt voða spennandi. En núna er þýskutíminn alveg að fara að byrja þannig ég held að ég hætti þessu þannig ég geti hlustað á hvaða fróðleik Hannes hefur að færa þennan daginn.
btw er að fara gera verkefni í íslensku sem gengur út á það að setja fram Helgakviðu Hundingsbana fram á frumlegan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.

þriðjudagur, 16. september 2008

Jarðskjálfti

Það er langt síðan að ég hef vaknað jafn þreytt og ég vaknaði í morgun. Það var eins og jörðin vissi af því...


Kl. 07:24:52 lá ég ennþá uppi í rúmi og hlustaði á morgunútvarpið, jörðin var orðin þreytt á þessu hangsi í mér og ákvað að reyna að hrista mig fram úr. Ég fann jarðskjálftann sem eitt högg aftan frá mér, skrítin tilfinning hugsaði ég með mér og fór á fætur.

föstudagur, 12. september 2008

föstudagur

Tad var enntá hálf dimmt tegar ég vaknadi, rok og tungskýjad... Sannkallad réttarvedur, en ég greip stálfákinn og teysti af stad nidur á Lyngby station í morgun. Sit núna og er ad stúdera:) Vona ad sólin skíni svolítid á ykkur og alvöru gædingana ykkar í dag .Góda skemmtun í réttunum og á ættarmótinu!! KNúS og KraM

þriðjudagur, 9. september 2008

Rigning!

Mér finnst hlý rigning góð, hún hressir og kætir. Hún krúllar líka hárið mitt :-) Ég kom við á Ægissíðunni á leiðinni heim úr skólanum til að ná í hjólið mitt. Ég kom gegndrepa heim, var rennandi blaut frá toppi til táar! Svona er umhorfs á baðherberginu mínu núna... 

föstudagur, 5. september 2008

Og við teljum niður MEEEEEEEEEEEEEEEE


Og núna eru akkúrat vika í réttir það eru að segja 7 dagar. Það er mjög lítið. Smá pása er í skrínu gerðinni þar sem "einhver" braut borinn og húsasmiðjan átti ekki 2.5 bor. Bara pirrandi. En pabbi minn ætlar að gá hvort hann geti ekki keypt bor handa mér annarsstaðar :-D En hún Á að vera tilbúin fyrir réttir. Punktur og pasta og bannað að breyta. Og hana nú. Þótt það þýði að ég verið öll kvöld fram að réttum úti í skemmu. En í rauninni er ekkert svo mikið eftir. En nóg um skrínu, koffort, kistu smíðar( eða hvað sem fók vill kalla þetta).

En hvað gerir maður á degi sem þessu þar sem maður er gjörsamlega búin eftir alveg brjálaða viku. Þetta er varla spurning. Auðvitað hendi maður sér upp í sófa og horfir á FRIENDS :-)

miðvikudagur, 3. september 2008

Myndir, myndir, myndir

Myndirnar úr útilegunni góðu eru komnar á netið, þær má sjá ef stutt er á orðið "myndir" hér á eftir :-)