föstudagur, 19. september 2008

Kííííína

Nú styttist óðfluga í að ég haldi út til Kína með góðmenntum hóp frá FSu. Ég verð að segja að ég er að deyja úr spenningi!!!! En það er hægara sagt en gert að komast til Kína. Það þarf að ljósrita passan í bak og fyrir og svo þarf að fylla út eyðublað til að gá hvort maður sé óæskileg heimsókn. En þetta er allt voða spennandi. En núna er þýskutíminn alveg að fara að byrja þannig ég held að ég hætti þessu þannig ég geti hlustað á hvaða fróðleik Hannes hefur að færa þennan daginn.
btw er að fara gera verkefni í íslensku sem gengur út á það að setja fram Helgakviðu Hundingsbana fram á frumlegan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.