fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Hlátur getur verið verðugur ,,andstæðingur"...

...alla vega get ég stundum bara ekki varist hlátri:D
  • Stundum get ég hlegið út af engu
  • Stundum verð ég bara að hlægja af því að það er svo langt síðan ég hló síðast.
  • Að hlægja saman er best!
  • ...þó að það sé stundum fyndið að hlæja upp úr eins manns hljóði (t.d. þegar ég les bloggin ykkar stelpur:))
  • Mér finnst gaman að hlæja þangað til ég er komin með harðsperrur (lesist: hass perur) í bæði magan og munnvikin!

Speki dagsins: Hlátur lengir lífið
p.s. (því miður fattaði ég ekki upp á þessari speki)

saga úr sundi

"Kona, kona, .... afsakið, kona þarna í sturtunni..."


það hvarflaði ekki að mér að verið væri að tala við mig, en annað kom á daginn.
Loksins þegar litla stúlkan hafði náð sambandi við mig, spurði hún:

"hvað heitirðu?"


þriðjudagur, 26. febrúar 2008

one missed call

4703080-Heilbrigðisstofnun Austurlands, Fáskrúðsfirði

föstudagur, 22. febrúar 2008

Að vera eða ekki vera bloggari!

(Tími til kominn að fara að standa sig)
Stelpur mínar, þið hafið verið engu líkar síðustu vikur og mánuði... Viskan sem þekur síður þessa bloggs, nýr vísdómur nánast daglega, flæðir frá ykkur eins og mjólkurbuna á leið ofan í hafragrautsskál...
Ég hugsa að ég segi hér með tilraun minni til að feta í fótspor ykkar og vera skáldleg lokið og segi frekar í máli og myndum örlítið frá því sem hefur drifið á daga mína síðan síðast... hmm einhvern tíma fyrir jól...


Ég er komin með nýja grettu og grettufélaga... Þessi er búin að vera í þróun nokkuð lengi en ég hef verið í stanslausri þjálfun undanfarnar vikur.


Hildur frænka kom í heimsókn og við elduðum okkur ótrúlega góðan mat eins og okkur einum er lagið:)


Það var snilld að hitta Hildi. Lalla um Dineklsbühl, spjalla, hlæja, spjalla, hlægja aðeins meira og síðan náttúrulega spjalla!! Veit ekki hvor var ánægðari - að geta bara bunað út úr sér því sem mann langaði að segja þá stundina... án þess að hugsa of mikið... (það getur jú verið nokkuð hættulegt þegar maður er ekki vanur því, og þá á ég við að hugsa... að buna út úr sér er að mestu hættulaust... vona ég alla vega;)) Skemmtilegast var náttúrulega að vinna að litla fræðslumyndbandinu okkar um tónbil:) Snilldar hugmynd! Eða kannski að spila selló dúetta:) Líka mjög gaman. Sem sagt á heildina litið frábært að fá hana í heimsókn:D Það eina sem skyggir á gleðina svona eftir á að sjá er að við gleymdum að taka mynd af okkur saman... verður að gerast í næstu heimsókn;) Þú ert líka bara sæt og fín svona ein Hildur mín.



Við Nicole á góðri stund:) Réttara sagt fyrir afmælispartý sem haldið var á miðvikudegi, daginn áður en við öll áttum að mæta klukkan sex í rútu við skólann og fara til Bamberg að hlusta á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu margir mættu... og þá á ég við í rútuna en ekki í partýið... Reyndar var ótrúlega góð mæting og meira að segja nokkrir sem fóru ekkert að sofa:) algjört rugl.


Eftir æfinguna (þau spiluðu Mahler 7. sinfóníuna og Ives - ótrúlega gaman að fá að fylgjast með) fórum við og skoðuðum okkur um í Bamberg. Mjög fallegur bær, næstum eins og Dinkelsbühl bara ekki jafn sætur.

Við Carsten ákváðum að stilla okkur upp við þetta reisulega hús og íburðamiklu hurð. En þar sem brún, ljót ruslatunna stóð við innganginn lagði ég til að við myndum breiða svolítið úr okkur. Þetta varð niðurstaðan! Maður sér nú eiginlega ekkert mikið í húsið eða hurðina... við erum greinilega bara svona breið við Carsten:) Aðalmálið tunnan sést varla!! (p.s. Dóra þetta er sá sem við hittum þegar ég fór í inntökuprófið, mannstu??)


Ég er alltaf harðákveðin þegar ég byrja að vera ekkert að setja of margar myndir inn. Það fyllir alla síðuna og fellir síðustu bloggfærslur nánast allar út... en tja, það má kannski þræta um það hvort ég sé eða sé ekki bloggari en ég þegar vel hittir á liggur engin vafi á því að ég er plássfrekur bloggari:)

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

þegar sólin skín

það er erfitt að keyra í þoku, miklu betra er að keyra þegar bjart er yfir

sunnudagur, 17. febrúar 2008

MATADOR


Ég verð nú bara að segja að mér finnst að Adam og ég hafi staðið okkur nokkuð vel í Matardor áhorfi :-) 8 þættir á einum degi... (og við gerum okkur grein fyrir því að hver þáttur er rúmur klukkutími...)

föstudagur, 15. febrúar 2008

ef tannburstinn þinn er ennþá blautur þegar þú burstar í þér tennurnar að morgni...

... þá hefur þú sofið of stutt

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Drekar...


Hvet alla til þess að kynna sér kínverskar goðsagnir og hjátrú. Þær eru æðislegar :-)

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Skalar...

Þeir geta verið nokkuð snúnir...

mánudagur, 11. febrúar 2008

laugardagur, 9. febrúar 2008

Móttóið

mitt þessa dagana er góðir hlutir gerast hægt... það er kannski bara vegna þess að ég er að deyja úr leti.

Kínverjar eru hjátrúafullir

Það er svolítið skondið með þessa Kínverja hvað þeir eru rosalega hjátrúafullir. Það má t.d. nefna hræðslu þeirra við töluna 4 því hún líkist svo sögninni að deyja á kísnversku! Þeir vilja því helst ekki búa í hverfi með of mörgum fjörkum í eða hafa símanúmer með mörgum fjörkum. Svo er það lukkutalan þeirra 8. Áramótin þeirra voru t.d. 8. febrúar síðastliðinn og ólympíuleikarnir byrja 08.08.08. Nokkuð töff.

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Króatía eða Thailand???

Heyrið mjög fyndna landaflækju í dag. Ég ætla eftir bestu getu að útskýra hana, en það gæti orðið erfitt. Sko hálsbindi eða slipsi heitir 'Krawatte' á þýsku á pólsku. En það þýðir upphaflega Króati. Króatar gengu nefnilega um með svipuð hálsbindi í einhverju stríði sem ég man ekki lengur hvernær var en ég veit að það var fyrir langa, langa, langa löngu. En sem sagt Króati er eiginlega hálsbindi. Ef þú tekur síðan seinni hlutan af Króatía frærðu orðið -tía sem er skuggalega svipað orðinu tie (sem er náttúrlega hálsbindi á ensku) þannig ef þú ætlar að segja Króatía á ensku færð þú út 'Tieland' (Thailand ;-))!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þeir sem ekki skildu þetta er alveg velkomið að spyrja mig og ég skal gera mitt besta við að útskýra það fyrir viðkomandi :-)

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

á æfingu

nei, Nei, NEI... hrópar stjórnandinn... "þetta eiga ekki að vera svona langar beautiful tónar, þetta er eitthvað meira, áframhaldandi dót..."

TROMMUR

Snildar hávaði...

laugardagur, 2. febrúar 2008

Skaflar í tíu stiga gaddi

Það er gaman að labba á frosnum snjó og heyra í honum, hvernig hann marrar. Hann kemur manni líka sífellt á óvart, stundum ber hann mann uppi og manni finnst maður næstum svífa, stundum dettur honum hins vegar í hug að gefa undan og þá sekkur maður niður og er með snjó upp að hnjám.