föstudagur, 22. febrúar 2008

Að vera eða ekki vera bloggari!

(Tími til kominn að fara að standa sig)
Stelpur mínar, þið hafið verið engu líkar síðustu vikur og mánuði... Viskan sem þekur síður þessa bloggs, nýr vísdómur nánast daglega, flæðir frá ykkur eins og mjólkurbuna á leið ofan í hafragrautsskál...
Ég hugsa að ég segi hér með tilraun minni til að feta í fótspor ykkar og vera skáldleg lokið og segi frekar í máli og myndum örlítið frá því sem hefur drifið á daga mína síðan síðast... hmm einhvern tíma fyrir jól...


Ég er komin með nýja grettu og grettufélaga... Þessi er búin að vera í þróun nokkuð lengi en ég hef verið í stanslausri þjálfun undanfarnar vikur.


Hildur frænka kom í heimsókn og við elduðum okkur ótrúlega góðan mat eins og okkur einum er lagið:)


Það var snilld að hitta Hildi. Lalla um Dineklsbühl, spjalla, hlæja, spjalla, hlægja aðeins meira og síðan náttúrulega spjalla!! Veit ekki hvor var ánægðari - að geta bara bunað út úr sér því sem mann langaði að segja þá stundina... án þess að hugsa of mikið... (það getur jú verið nokkuð hættulegt þegar maður er ekki vanur því, og þá á ég við að hugsa... að buna út úr sér er að mestu hættulaust... vona ég alla vega;)) Skemmtilegast var náttúrulega að vinna að litla fræðslumyndbandinu okkar um tónbil:) Snilldar hugmynd! Eða kannski að spila selló dúetta:) Líka mjög gaman. Sem sagt á heildina litið frábært að fá hana í heimsókn:D Það eina sem skyggir á gleðina svona eftir á að sjá er að við gleymdum að taka mynd af okkur saman... verður að gerast í næstu heimsókn;) Þú ert líka bara sæt og fín svona ein Hildur mín.



Við Nicole á góðri stund:) Réttara sagt fyrir afmælispartý sem haldið var á miðvikudegi, daginn áður en við öll áttum að mæta klukkan sex í rútu við skólann og fara til Bamberg að hlusta á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu margir mættu... og þá á ég við í rútuna en ekki í partýið... Reyndar var ótrúlega góð mæting og meira að segja nokkrir sem fóru ekkert að sofa:) algjört rugl.


Eftir æfinguna (þau spiluðu Mahler 7. sinfóníuna og Ives - ótrúlega gaman að fá að fylgjast með) fórum við og skoðuðum okkur um í Bamberg. Mjög fallegur bær, næstum eins og Dinkelsbühl bara ekki jafn sætur.

Við Carsten ákváðum að stilla okkur upp við þetta reisulega hús og íburðamiklu hurð. En þar sem brún, ljót ruslatunna stóð við innganginn lagði ég til að við myndum breiða svolítið úr okkur. Þetta varð niðurstaðan! Maður sér nú eiginlega ekkert mikið í húsið eða hurðina... við erum greinilega bara svona breið við Carsten:) Aðalmálið tunnan sést varla!! (p.s. Dóra þetta er sá sem við hittum þegar ég fór í inntökuprófið, mannstu??)


Ég er alltaf harðákveðin þegar ég byrja að vera ekkert að setja of margar myndir inn. Það fyllir alla síðuna og fellir síðustu bloggfærslur nánast allar út... en tja, það má kannski þræta um það hvort ég sé eða sé ekki bloggari en ég þegar vel hittir á liggur engin vafi á því að ég er plássfrekur bloggari:)