Heyrið mjög fyndna landaflækju í dag. Ég ætla eftir bestu getu að útskýra hana, en það gæti orðið erfitt. Sko hálsbindi eða slipsi heitir 'Krawatte' á þýsku á pólsku. En það þýðir upphaflega Króati. Króatar gengu nefnilega um með svipuð hálsbindi í einhverju stríði sem ég man ekki lengur hvernær var en ég veit að það var fyrir langa, langa, langa löngu. En sem sagt Króati er eiginlega hálsbindi. Ef þú tekur síðan seinni hlutan af Króatía frærðu orðið -tía sem er skuggalega svipað orðinu tie (sem er náttúrlega hálsbindi á ensku) þannig ef þú ætlar að segja Króatía á ensku færð þú út 'Tieland' (Thailand ;-))!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þeir sem ekki skildu þetta er alveg velkomið að spyrja mig og ég skal gera mitt besta við að útskýra það fyrir viðkomandi :-)
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Króatía eða Thailand???
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 8:54 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|