Leit stendur yfir
að einhverju sem týndist.
Það var einhvern veginn
en ekki allt sem sýndist.
Tildrögin þau
að það fór að heiman
skildi búsmalann eftir
og bað menn að geym'ann.
Eitt er þó ekki síst
en enginn hefur á það minnst
að því verður víst ekki lýst ...
ekki fyrr en það finnst.
Þórarinn Eldjárn
fimmtudagur, 27. desember 2007
Tapað fundið
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:51 e.h. |
miðvikudagur, 19. desember 2007
Skyrgámur
sá áttundi
var skelfilegt naut
hann hlemminn ofan' af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.
Bara 5 dagar til jóla...
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 12:45 e.h. |
laugardagur, 15. desember 2007
fimmtudagur, 13. desember 2007
sunnudagur, 9. desember 2007
Geggjaður driver
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 10:57 f.h. |
föstudagur, 7. desember 2007
draumfarir
Ég er snillingur í að snúsa án þess að eiga vekjaraklukku með snústakka.
Í gærmorgun dreymdi mig draum þegar ég var rétt að vakna. Ég var að girða girðingu niðri við tjörnina í Hljómskálagarðinum. Það var gott veður. Allt í einu kom pabbi ríðandi á flottasta hesti sem ég hef séð og honum fylgdi heill hrossarekstur. Hesturinn sem pabbi reið minnti mig á Byl sem var til heima, fallega rauður með gljáandi felld, reistur og stæltur. Hann kom á urrandi ferð, yfirferðartölti sem var engu líkt.
Svo "hringdi" klukkan að nýju, snúsinu lokið og ég varð að láta mér nægja að labba í gegnum hljómskálagarðinn á leið minni í skólann.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:29 e.h. |
fimmtudagur, 6. desember 2007
hLjómhlöðuharmleikur
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 12:50 e.h. |
þriðjudagur, 4. desember 2007
Til hamingju með daginn
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæl' hún Jóhanna...
I dag er det Johannes fødslesdag, hurra, hurra, hurra...
Joyeux anniversaire, joyeux anniversaire...
Zum Geburtstag viel Glück, zum Geburtstag viel Glück...
Happy birthday to you, happy birthday to you...
Æi, þetta virkar eiginlega ekki nema þegar Helga syngur þetta allt í einum rykk...
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 3:42 e.h. |
mánudagur, 3. desember 2007
1.,2.,3.,4....
Bara að minna fólk á það að það er merkisdagur á morgun.
EKKI gleyma því ;-)
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 7:22 e.h. |