Jæja þetta er nú búið að vera heilmikill dagur. Hann byrjaði á fyrsta útsofinu mínu í laaaaaaaaangan tíma. Sem að var alveg yndislegt því að ég saf alveg í einum teig til klukkan 11. Svo svona um eitt leitið kom Pétur vinur pabba í heimsókn og öll fjölskylda hans. Og síðan klukkan 4 var brúðkaup í Stóranúpskirkju. Brúðhjónin voru Jóhanna Ósk og Róbert Páll. Það var mikið fín athöfn. Helga spilaði á orgel með glæsibrag sem hún fékk mikið hrós fyrir í veislunni á eftir. En eftir þessa fallegu athöfn lá leiðin heim að Hlíð þar sem var búið að leggja á borð í hlöðunni. Það er bara langt síðan maður hefur séð tóma hlöðu... þær eru nú til dags annaðhvort fullar af drasli eða nautgripum. Í hlöðunni var svo haldin þessi fína veisla með æðislegum mat. Kvöldið endaði svo með að allir voru farnir að dansa í hlöðunni þannig þá var bara komið þetta fína hlöðuball.
Allir fóru saddir og sælir heim... þar að segja þeir sem eru ekki en að dansa í hlöðunni. Þessi dagur hefði ekki getað verið betri.
Þetta var svosem allt og sumt sem að ég gerði þann daginn...........................................................................
sunnudagur, 19. ágúst 2007
Það er alltaf fjör í sveitinni
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 1:54 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|