mánudagur, 20. ágúst 2007

Tungumál

Tungumál eru skemmtileg. Þau eru svo mikið meira en bara sagnbeygingar og orðaforði. Á Íslandi reikna ég með að flestir tali til mín á íslensku, þó að Helga tali stundum við mig á ensku, þýsku, frönsku eða dönsku... Þegar ég heyri önnur tungumál töluð í kringum mig, legg ég gjarna við hlustir, ekki til þess að vita hvað fólk er að segja heldur til að hlusta á tungumálið.

Það sem fékk mig til að hugsa um tungumál var að það hringdi maður áðan. Ég skildi ekki fyrstu setninguna sem hann sagði, ekki af því að ég kunni ekki tungumálið sem hann talaði, heldur af því að ég gaf mér að hann væri að tala íslensku.