Eldgosið á Fimmvörðuhálsi virðist hafa bjargað sálartetrum landsmanna. Allt í einu voru spennandi fréttir í fréttatímanum og fallegar myndir. Leiðindafréttir sem innihalda tölur og alls konar útreikninga eða þá flækju eignarhalds íslenskra fyrirtækja fengu að víkja um stund. En svo virðist sem eldgosið hafi mætt ofjarli sínum: Skýrslunni um bankahrunið. Það ákvað því bara að hætta, það taldi sig sigrað.
miðvikudagur, 14. apríl 2010
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|