sunnudagur, 25. apríl 2010

thi fra min Stol ved Vindvet her...

i nabogården jeg jo ser,
at foråret er kommet:)

þriðjudagur, 20. apríl 2010

Vor í lofti

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst í dag. Sauðburður er hafinn á Hæli. Þrílembingar, þrír litlir smákóngar :) Pabbi náði mynd af krílunum og sendi fréttirnar strax yfir hafið.


Já, vorið er komið á Hæli.

miðvikudagur, 14. apríl 2010

Eldgos

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi virðist hafa bjargað sálartetrum landsmanna. Allt í einu voru spennandi fréttir í fréttatímanum og fallegar myndir. Leiðindafréttir sem innihalda tölur og alls konar útreikninga eða þá flækju eignarhalds íslenskra fyrirtækja fengu að víkja um stund. En svo virðist sem eldgosið hafi mætt ofjarli sínum: Skýrslunni um bankahrunið. Það ákvað því bara að hætta, það taldi sig sigrað.

mánudagur, 12. apríl 2010

Af músum...

Þessar mýs eru allstaðar!!! Ef þær eru ekki hlaupandi um étandi mélið eða nagandi göt á hitt og þetta fljóta þær dauðar um í mjólkurfötunum og villa um fyrir manni þannig maður tekur í þær haldandi það að þær séu skítaköggull, bregður svo mikið að maður skrækir upp fyrir sig. En ekki nóg með það ef þær eru ekki lifandi eða dauðar í kringum mann er maður að spila um þær... Myopic mice...

föstudagur, 9. apríl 2010

NYC

Ég minnist þess einu sinni að hafa farið í keppni (ég held við Helgu) um það hvernig maður stafsetur New York City. Það er sko ekkert grín. Nú er ég búin að læra það og á laugardaginn var fórum við Jón Emil og Doug þangað til þess að skoða okkur um. Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni sem var í alla staði vel heppnuð. Við löbbuðum yfir Brooklyn Bridge, það er mikil upplifun (kannski sérstaklega af því að ég er svo mikið byggingarverkfræðinörd). Svo skoðuðum við okkur um í Kínahverfinu og loks tókum við þátt í mörg þúsund manna koddaslag á Union Square.









sunnudagur, 4. apríl 2010

GLÁS!

Fannst þetta besta styttingin á "Gleðilega páska" Það er að segja ef það ástæða til þess að gera styttingu... En þetta orð á svo sem ágætilega við líka þar sem maður vill nú hafa glás af páskaeggjum og súkkulaði :-)