þriðjudagur, 16. mars 2010

Dinky

Það er svo margt í heiminum sem ég skil ekki. Til dæmis á ég mjög erfitt með að átta mig á einu hérna í Ameríkunni. Þannig er mál með vexti að á milli Lawrence, þar sem við búum og Campus eru lestarteinar og vegurinn liggur yfir teinanna. Þess vegna hefur verið sett upp svona slá sem fer niður þegar lestin fer fram hjá svo að ekki verði áresktur bíla og lestar. Þetta er allt gott og blessað og ég hef mjög gaman af að sjá lestina koma. Hún heitir "The Dinky" og er aðeins tveir vagnar. Tilgangur hennar er að flytja nemendur frá aðallestarstöð Princeton bæjar inn á Princeton Campus.

En að því sem ég skil ekki: Af hverju stoppa skólabílstjórarnir alltaf við lestarteinana, opna dyrnar og líta vel til beggja hliða áður en þeir keyra yfir? Af hverju mega þeir ekki bara treysta því að sláin detti niður, rauðu ljósin fari að blikka og bjöllurnar að klingja? Einhver sagði mér að þetta væri bundið í lög, hmm... skrítið.

Annars skín sólin í dag eftir alla rigninguna, það koma víst alltaf skin á milli skúra :)