Við Jón Emil bökuðum fullt af bollum í gærkvöldi og þær tókust svona ljómandi vel. Við tókum svo með bollurnar, krem, sultu og rjóma með okkur upp í skóla í dag. Þar sögðum við Könunum frá Bolludeginum og gáfum þeim bollur. Það var mjög gaman. Við tókum líka nokkrar myndir af bolluátinu en við gleymdum vélinni uppi í skóla, þannig að þær verða bara að fá að koma seinna.
Yfir og út.
þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Bolludagur :-)
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:35 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|