sunnudagur, 6. apríl 2008

Hoppsasa í Berlín


Er einhvern vegin alltaf á leiðinni að blogga en kem því aldrei í verk... Það eru svo margar myndir sem ég þarf að setja inn að ég veit ekki hvar ég á að byrja:) München, pönnukökubakstur (meira að segja ég sneri þeim við í loftinu), Berlin, Kaupmannahöfn... Þess vegna er ég að hugsa um að byrja bara á því á morgun... eða hinn...


Hér erum við á tónlistarsýningu í Frankfurt; við Alex við flottasta píanóið!! mamma svona langar mig í, svona rautt stelpu píanó;)


Annars er bara allt gott að frétta:) Er búin að vera í letikasti yfir helgina sem er voða gott svona öðru hvoru. Veðrið er breytilegt, aðra stundina er ég fullviss um að vorið sé komið, hina er ég aftur í vafa... Bið að heilsa öllum!!!

Knúsí



p.s. hvað passar ekki inn í röðina: München, pönnukaka, Berlin, Kaupmannahöfn??