fimmtudagur, 17. janúar 2008

Snjór

Eins og vonandi flestir hafa tekið eftir er kominn snjór. Í FSu geta komið upp skondnir hlutir þegar snjór er úti.

1. Barrtrén fyrir utan líta út fyrir að vera dauð því snjólagið er svo þykkt á greinum þeirra. Þær
snúa því endum sínum ekki lengur upp heldur beint niður
2. Nánast engin birta kemst inn í skólann vegna snjósins sem liggur á glerinu
3. Þegar snjórinn fer að renna niður af glerinu koma þvílíkar drunur og maður fær ofbirtu í
augun.
4. Ekki má gleyma þeim óteljandi snjóboltum sem dynja yfir mann. En það getur svo sem gerst
hvar sem er
5. Skólin lekur hér og þar... en það er svo sem ekkert nýtt...

Bara ekkert gaman að fá bleytuna BEINT ofan í hálsmálið...