Jæja nú barasta gengur þetta ekki lengur! Ég er bara ekkert búin að blogga öll jólin og ekkert á nýju ári.(Þurfti ég nú endilega að vekja athyggli á trassaskap mínum!) En ég segi nú bara að nýja árið hefur sko byrjað með trompi. Skólinn kominn á fullt skrið og það mætti halda að kennararnir hafi ekki gert annað um jólinn en að skipueggja tvöfallt meira námsefni en venja er...
En þá er kannski komin tími til að útskýra þessa fjóra stafi sem eru í fyrirsögninni. Þetta þýðir sem sagt HALLÓ á máli Kínverja. Heillandi! En jæja nú er best að fara að snúa sér að því að horfa á trén brotna undan snjóþunganum. Það er þó ekki jafn heillandi og NÍHÁ! En ég læt mig allavega hverfa núna
Yfir og út félagi!
miðvikudagur, 16. janúar 2008
NÍHÁ...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 7:18 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|