sunnudagur, 30. janúar 2011

Forsjónin

- er furðulegt fyrirbæri.


Gestur langafi minn á Hæli virtist þó vita hvar hann hafði hana og orti:


Forsjónin gaf mér fríða konu,

forsónin gaf mér vakran hest.

Forsjónin einnig færð´mér sonu,

forsjónin lét mig heita Gest.

Forsjónin hverjum færir sitt.

Forsjónin lét mig búa á titt.


Já forsjónin hverjum færir sitt... Hún færði mér alla vega nýtt hjól - og gamla hjólið aftur!!!