Setti persónulegt met í vikunni sem er að líða... Prjónaði eitt vettlingapar :)
laugardagur, 22. maí 2010
mánudagur, 17. maí 2010
Six flags
Á laugardaginn var fórum við Geir, Valla og Jón Emil í skemmtigarð sem heitir Six flags. Þetta var mjög skemmtileg ferð :) Þegar ég lagðist í rúmið um kvöldið og lokaði augunum var ég ennþá í rússíbana sem fór með mig upp og niður og í marga hringi!!
Valla og Geir
Dóra og Jón Emil
Geir og Jón Emil á leið í hæsta og hraðasta rússíbana í heimi!
Ringlaðir og með blásið hár eftir ferðina!
Fengum okkur pizzur áður en farið var í fleiri rússíbana :)
Öll fjögur, sátt og glöð eftir skemmtilega ferð
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:10 e.h. |
mánudagur, 10. maí 2010
fimmtudagur, 6. maí 2010
miðvikudagur, 5. maí 2010
9 í stáli :)
Eftir töluverða bið eftir einkunn úr kúrsi sem ég tók síðastliðið haust liggja niðurstöðurnar nú fyrir. Meðfylgjandi mynd sýnir dreifingu einkunna, já, ég er með lægstu einkunnina...
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 3:46 e.h. |
sunnudagur, 2. maí 2010
ZzZzZz
Rúmið sem ég keypti og fékk tilsent frá IKEA kom í gær. Við tvær röskar ungar konur töldum það nú lítið mál að tjasla einu stk. rúmi saman. Við nánari athugun kom í ljós að það var hægara sagt en gert. Eftir dálitla leit að leiðbeiningunum komumst við að því að það voru 42 skref og 258 skrúfur!!!
Ritaði Helga Høeg klukkan 5:25 e.h. |