Í dag er rigning. En það er allt í lagi því að hún er hlý og krullar á mér hárið.
Ég fór í tíma í dag, sem væri kannski í frásögur færandi nema fyrir eitt mjög skemmtlegt atvik. Prófessorinn var að tala þegar allt í einu byrjar þessi mikla tónlist aftarlega í salnum. Fyrst hélt að þetta væri sími en þegar ég sneri mér við í sætinu sá ég strák í bardaga við tölvuna sína. Hún virtist hafa yfirtökin því tónlistin hljómaði frá henni um allan salinn. Að lokum skellti hann henni aftur, hristi hana og hljóp út. Ómur tónlistarinnar heyrðist utan af gangi og allur salurinn sprakk úr hlátri, meira segja bros færðist fram á varir prófessorsins.
Síðan hélt kennslan áfram eins og ekkert hefði í skorist.
mánudagur, 22. mars 2010
Skemmtilegt atvik á mánudegi
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 8:43 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|