föstudagur, 18. september 2009

Komin til Ameríku

Nú er ég búin að sofa tvær nætur hér í Princeton. Ferðin hingað gekk vonum framar. Við hliðina á mér í flugvélinni sat færeysk fjölskylda. Pabbinn var duglegur að hafa ofan af fyrir yngsta syni sínum og söng fyrir hann færeyskar rímur aftur og aftur. Mjög fróðleg landkynning það!


Í dag fór ég í göngutúr út í banka og stofnaði bankareikning. Veðrið er alveg yndislegt, sólin skín og ég labba bara um á peysunni. Það er ágætis framlenging á íslenska sumrinu.

Ég læt þetta duga í bili, lifið heil.

imgres.jpg