Í Ameríku er hægt að hafa gluggana opna upp á gátt þó að það sé hellirigning. Þá getur maður setið fyrir innan og hlustað.
laugardagur, 26. september 2009
Viðburðarríkur föstudagur
Í gær var haldið grill í eðlisfræðideildinni. Nemendur á öðru ári í framhaldsdeild sáu um grillið, þar á meðal Jón Emil. Þetta var mjög skemmtilegt, frábært veður og gaman njóta góða veðursins meðal skemmtilegs fólks. Að grillinu loknu fórum við að taka til, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir eitt smá atriði. Ég stóð við hlaðborðið, þar sem í boði hafði verið grænmeti og alls konar sósur. Ég var að tína saman notaðar servíettur og henda dóti í ruslapoka, allt í einu heyri ég aftan frá mér sagt: "ooo ó!" og það næsta sem ég veit er að amerískur fótbolti lendir beint ofan á sósufatinu og eys sósum af öllum gerðum yfir mig alla! Ég var bókstaflega útötuð! Hár, andlit, föt... ekkert slapp. Strákarnir sem voru að leika sér með boltann voru dálítið skömmustulegir, held samt að þeir hafi ekki lært mikið á þessu ;-)
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 3:42 e.h. |
fimmtudagur, 24. september 2009
Fyrirlestrar
Ég er búin að skoða kúrsaúrvalið við byggingarverkfræðideildina hér í Princeton. Langaði til þess að gá hvort ég gæti ekki smyglað mér inn í einhvern fyrirlestur, lært eitthvað skemmtilegt og nýtt eða rifjað upp eitthvað gamalt og gott.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 1:48 f.h. |
þriðjudagur, 22. september 2009
Fylltist eldmóði í dag!
Kom heim og nennti gjörsamlega engu. Áður en ég vissi af var ég búin að umturna herberginu og ekkert húsgagn er nú nákvæmlega þar sem það var áður... en núna er bókmenntaritgerð málið!!!
Dóttir gæfunnar hér kem ég....hehe
bonne nuit
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 9:07 e.h. |
föstudagur, 18. september 2009
Komin til Ameríku
Nú er ég búin að sofa tvær nætur hér í Princeton. Ferðin hingað gekk vonum framar. Við hliðina á mér í flugvélinni sat færeysk fjölskylda. Pabbinn var duglegur að hafa ofan af fyrir yngsta syni sínum og söng fyrir hann færeyskar rímur aftur og aftur. Mjög fróðleg landkynning það!
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 6:43 e.h. |
miðvikudagur, 16. september 2009
mánudagur, 14. september 2009
kominn tími á færslu??
Þá er velheppnaður afmælisdagur ömmu að kveldi komin. Við eigum þó eftir að fá okkur sushi og hugga okkur svolítið yfir því:) Ætli við reynum svo ekki að setja geisladisk í nýja geislaspilarann! Prófa græjuna:)
Var rosa dugleg í morgun, komin á fætur fyrir allar aldir, illa sofin... :s en ég útbjó dýrindis morgunverð og skreytti hátt og lágt með fánum og pökkum:)
Langur dagur í skólanum... Efnafræðitilraun sem hefði ekki getað tekist verr. Grrr. Þá er nú ekki margt betra en að koma heim og fá rjómatertu og heitt súkkulaði hjá ömmu:)
Kveðja að austan.
Ritaði Helga Høeg klukkan 5:18 e.h. |
fimmtudagur, 10. september 2009
já, það rignir
Mér finnst öll veður góð ef það er ekki rok.
Á morgun er því miður spáð roki.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 10:50 e.h. |