sunnudagur, 22. mars 2009

Mér þykir svo vænt um sveitina mína. Þar er yndislegt að vera. Nú er snjór yfir henni að mestu leyti. Himinninn er að reyna að vera skýjaður en það tekst illa hjá honum því sólin gægist í gegnum þau. Skýin eru alls konar á litin, hvít, ljósblá, dökkblá, grá og undir þeim glittir í heiðið. 


Pabbi er í fjósinu, ég heyri það á heita vatninu. Mamma stendur við eldhúsgluggann og talar við ömmu mína. Kisa horfir á mig og skilur ekkert í mér... frekar en ég í henni.