laugardagur, 7. mars 2009

Hún var komin í pilsið og fínu skóna. Búin að leggja diska og silfurhnífapörin á borðið. Átti aðeins glösin eftir, og jú kertin. Á leið niður stigann rifjaði hún upp: ... rauðvínsglösin eru stærri en hvítvínsglösin ... Hún fór þrjár ferðir eftir glösunum, betra að fara fleiri heldur en að brjóta kristalinn, þegar síðasta glasið var komið á borðið keyrði bíll í hlaðið. Hún rölti niður stigann og tók á mót gestunum.