þriðjudagur, 20. janúar 2009

Kína sýna klína

Þverhníft niður hinumegin!

Hrafndís ;)

Hópurinn á múrnum



Í dag var glaða sólskin. Við fórum frá skólanum um átta leitið. Þá lá leiðin til jaðverksmiðju. Þar fengum við að sjá hvernig þeir vinna það og búa til hina ýmsu hlutu úr því. Þetta var mjög dýrt allt saman. Eftir þetta fórum við á Kínamúrinn. Það sem ég var búin að hlakka mest til. Og vá!!! Það var stórkostlegt. Útsýnið var ólýsanlegt og tilfinningin að standa á múrnum var ómótstæðileg. Þetta var lengi búið að vera draumur að standa þarna en mig óraði aldrei fyrir því að það myndi einhvern tíman gerast. Eftir að hafa hlaupið upp alla óreglulegu tröppurnar og niður aftur, alveg lafmóð og másandi, lá leiðin í klostelín verksmiðju. Það er gert úr kopar sem er beygður í vasa og utan á er úr koparvír límt munstur. Á milli vírana er svo málning. Þetta er svo brennt og pússað. Konan sem sýndi okkur ferlið sagði að mistök væru ekki leyfð. Við fórum svo á perlumarkaðinn. Þar keypti ég silki og nokkra fleiri hluti. Sölufólkið þarna var gríðarlega ágengt og maður þurfti að vera duglegur að prútta. Bara gaman. Eftir að hafa misst okkur á perlumarkaðnum voru allir uppgefnir. En það var enginn tími til þess. Við fórum upp á hótelið þar sem við skiptum um föt. Við fórum svo út að borða með skólastjóranum og nokkrum kennurum. Við fengum “Peking duck” Mjög flott framreitt og mjög gott. Skólastjórinn gaf okkur skjöld með myndum af byggingum skólans á og hópmynd sem tekin var af okkur daginn sem við komum. Á henni voru allir mjög hressir... Svo fórum við í smá verslunar leiðangur. Eftir það fórum við upp á hótel að pakka. Af óþekktum ástæðum gekk það mjög hægt. Ég var með Hrafndísi í herbergi. Arna og Sandra kíktu svo í heimsókn og við töluðum saman langt fram á nótt. Það var mjög gaman hjá okkur. Ég stakk mér í sturtu og fór dauðþreytt í rúmið.

Aðeins eitt blogg eftir....