miðvikudagur, 14. janúar 2009

Kína skína

Sumarhöllin

Fjölskyldan
Í dag var mikið rok og þess vegna var svolítið kalt. Ég fór með Vivian í skólann. Þar kvaddi ég hana og hitti íslensku krakkana. A planinu fyrir utan skólann var rúta sem átti að flytja okkur á milli staða. Þegar við vorum öll komin inn í rútuna og við vorum búin að athuga með númerakallinu góða hvort allir væru komnir kynnti leiðsögumaðurinn sig fyrir okkur. Ég get ómögulega munað hvað hann hét á kínversku en hann sagði að við mættum kalla hann A.J. Hann var mjög fróður um kínverska sögu. Af því að við vorum á leið í sumarhöllina þá talaði hann mikið um keisarana sem í henni bjuggu. Það var mjög merkilegt að heyra um það. Hann sagði okkur að Sumarhöllin hefur verið eyðilögð að minnstakosti tvisvar. Fyrst í stríði við Frakka árið 1860 og svo seinna árið 1900. Kona eins keisarans var mikil og ákveðin kerling. Hún er jafnan kölluð “The dragon lady.” Þegar maðurinn hennar dó tók hún völdin því sonur þeirra var aðeins 6 ára gamall. Keisarinn hafði skipað nefnd sem átti að gegna keisarahlutverkinu þangað til sonur hans væri orðinn nógu gamall en hún lét bara taka þá fasta. Sonur hennar dó þegar hann var 19 ára og varð því aldrei keisari. Hún átti svo að velja sér annan strák til að vera næsti keisari og þá passaði hún sig á því að hafa hann mjög ungann svo að hún gæti haft völdin sem lengst. Þegar allt var í volæði og enginn hafði hvorki í sig né á þá var hún alltaf að gera endurbætur á Sumarhöllinni. Þegar strákurinn sem hún valdi til að vera næsti keisari var orðinn nógu gamall til að taka við þá lét hún loka hann inni í einu af húsunum í Sumarhöllinni. Fyrir utan virtar byggingar í Kína tíðkaðist að hafa styttu af dreka og fönix fyrir framan innganginn. Oft eru tveir af hverju og þá eru drekarnir nær innganginum því þeir tákna karlmennsku en fönixinn fjær því hann táknar kvennlega fegurð. En fyrir utan Sumarhöllina er þetta öfugt. Fönixinn nær og drekinn fjær. Einfaldlega vegna þess að "the dragon lady" krafðist þess. Allstaðar í Sumarhöllinni eru mjög háir þröskuldir, um 30 cm háir. Þetta er draugavörn. Í Kína trúa menn því að draugar geti ekki hoppað, þannig því hærri sem þröskuldurinn er því betra. A.J var með eina af Ólympíufígúrunum á priki til þess að við týndum honum ekki í mannfjöldanum. Sumarhöllin er stórkostleg. Þetta er um 300 ha svæði en það er jafn stórt og allt land Vesturbæjarins á Hæli. Í Sumarhöllinni eru um 9000 herbergi og í henni er lengsti gangur í heimi sem er 728 m langur! Hann er allur mjög fallega skreyttur. Teikningarnar eru allar mjög nákvæmar og fíngerðar. Myndefnið var sótt af einum keisaranum sem ferðaðist um Kína með fjölda listamanna með sér. Í hvert skipti sem hann sá e-ð sem honum þótti fallegt þá lét hann þá rissa það niður. Við höllina er risa stórt vatn. Þar er að finna ógrynni af ostrum með perlum. Þetta vatn er manngert og sömuleiðis hæðin sem er hjá því. Einn keisarinn lét byggja hús sem er á þremur hæðum. Það er mjög óvenjulegt þar sem flest þeirra eru aðeins á tveim. Í vatninu er feikistórt steinskip það er alltaf fast á sama stað og getur ekki siglt. Náttúran þarna er líka mjög falleg. Fullt af trjám og gróðri. Við Sumarhöllina eru líka tveir steinar. Annar er lukkusteinn en hinn er ólukkusteinn. Enginn vill koma nálægt ólukkusteininum en allir vilja snerta og taka mynd af lukkusteininum. Eftir Sumarhöllina borðuðum við hádegismat. Eftir borðhaldið fórum við að skoða Qing Hua háskólann í Beijing. Þetta er einn af tveim virtustu háskólunum í Beijing. Þar var strákur í byggingaverkfræði sem var leiðsögumaðurinn okkar. Hann leysti það mjög vel af hendi. Hann sagði okkur frá sögu skólans. Hann er stofnaður árið 1911 og er upphaflega í rómantískum stíl. Byggingarnar eru frá mismunandi tímum og sumum húsum fylgja sögur, t.d. draugasögur. En strákurinn gat sagt okkur í hvaða byggingastíl öll húsin á svæðinu voru. Garðurinn þarna í kring er ekkert smá fallegur. Við trítluðum svo öll aftur upp í rútu. A.J. sagði okkur frá því að í rauninni eru fjórar höfðuborgir í Kína. Beijing, Bei- þýðir Norður og –jing þýðir höfuðborg, Ninjing, höfuðborg suðursins, Xian í vestri og Shanghi í austri. Úti í skóla beið svo Mayi mín. Hún er mjög fín stelpa og okkur kemur mjög vel saman. Hún á yngri systur og býr í pínulítilli íbúð ásamt yngri systur sinni, ömmu sinni og foreldrum. Hverfið einkennist af ruslahrúgum, flökkuhundum og hrörlegum blokkum. Stemmningin í íbúðinni var mjög notaleg. Það hékk ekki ein einasta mynd eða málverk uppi á neinum vegg. Nema fyrir ofan rúmmið hjá mér var risastórt veggspjald af Maó! Pabbinn i fjölskyldunni vinnur sem leigubílstjóri og mamman selur og býr til skartgripi. Þessi fjölskylda er því töluvert öðruvísi en sú fyrri. Mamman eldaði dýrindis mat. Eftir matinn fórum við aðeins niður í bæ sem var mjög skemmtilegt. Verslanirnar hér eru
talsvert öðruvísi en því sem ég hef séð áður. Þar voru núðlur í stórum bunkum og grjón í stórum kerum. Eftir að við komum gerði ég fátt annað en að skríða upp í bælið.





þetta er ekki nærri því búið ;-)