Ég verð nú bara að segja að ég er strax farin að sakna þess að horfa á landsliðsleikina. Þetta er búið að vera svo ofboðslega gaman!!! Maður verður ekkert smá stoltur af því að vera frá litla landinu Ísland á svona dögum. Frábært að sjá strákana fara svona langt. Viljum bara fá að sjá meira af þessu! Svo var líka gaman að sjá í sjónvarpinu hvað það var mikið af fólki sem tók á móti þeim.
Litlu busarnir voru busaðir í dag. Mikið var ég fegin að ég gekk í gegnum það fyrir ári síðan. Í ár voru böðlarnir í hermannabúningum og með tómar paintball byssur. Ég myndi segja að þetta hafi gengið vel fyrir sig. Eftir busun nemendaráðs eru samt alltaf einhverjir sem þurfa að ganga of langt og það fer virkilega í taugarnar á mér.
miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Heil klessa af fólki
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 10:22 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|