föstudagur, 25. júlí 2008

Kveðja frá: Frau Sigurdardottir

Komið heil og sæl - nær og fjær:) Langaði að skella inn nokkrum myndum svona rétt til að láta vita að mér líður vel:)

Þegar ég fór að skoða nýjustu myndirnar mínar komst ég að þeirri niðurstöður að þær væru kannski ekkert svo spennandi fyrir ykkur sem ekki þekkið þá sem þar eru... Ákvað því að skella bara inn þremur myndum af mér svo að þið þekkið mig aftur þegar við hittumst!!! (Bara léleg afskökun til að útskýra athyglissýkina í mér að vilja vera ein á þremur myndum:) híhí)Einnig skora ég hér með á systur mínar að gera slíkt hið sama þar sem óvíst er hvort að ég þekki þær þegar aftur á klakann er komið*

Ég í óperunni í gærkvöldi. Fórum á Brúðkaup Fígarós í Nürnberg. Ótrúlega gaman:D

Ég í Dinkelsbühler frumskógarleiðangrinum mikla!! Lítur alla vega þannig út eða!?! Því miður ekki minn hattur... hehe

Komst að því að grillspjót er ágætis stjórnandaprik (segir maður svoleiðis??) Er að halda uppi fjörinu í kveðjupartýinu mínu:D


*mikilvæg tilkynning: grín!! Auðvitað þekki ég ykkur stelpurnar mínar
(en áskorunin er samt ekki grín!!!)