föstudagur, 30. maí 2008
þriðjudagur, 27. maí 2008
Þegar maður er lamb
er gott að einhver nenni að minna mann á að anda, alla vega svona fyrst.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 9:21 e.h. |
föstudagur, 23. maí 2008
Myndasýning - allir velkomnir - adgangur ókeypis
Eftir flug til Lyon (með geðveikt pínkuponsulítilli flugvél (minnti mig mest á flugferðina Bakki-Vestmannaeyjar) farþegafjöldi var kannski um 20 manns og ein flugfreyja!!!) flaug ég áfram til Toulouse. Eftir að hafa tekið leigubíl til að komast til fjölskyldunnar eyddi ég kvöldinu í rólegheitum með Marie og Ange en karlpeningurinn var ekki heima, annar á rástefnu hinn í skólaferðalagi.
Myndin hér að ofan er tekin morgunin eftir. Morgnarnir voru frábærir. Eftir að krakkarnir voru farnir í skólann fórum við Marie og fengum okkur café og croissant á einhverju vinalegu kaffihúsi í hjarta borgarinnar. Eftir það löbbuðum við um falleg hverfi - kíktum kannski aðeins í búðir og fórum á markaðinn. Sem sagt mjög rólegir og notalegir morgnar, nægur tími til að ræða öll helstu málefni líðandi stundar - og þar með tækifæri fyrir mig að reyna að ná á vald mitt betur og betur tungu þessa fólks;)
Það eru mörg falleg hús í Toulouse - einkennandi er þessi rauðbrúni litur.
Þetta er Ange að spila á gítarinn sinn. Hún er nýbyrjuð en bara nokkuð klár. Við æfðum saman heilan eftirmiðdag fyrir spilatímann hennar - og mér skildist að bæði kennari og nemandi hefðu verið ánægð með afraksturinn:)
La Garonne! Fallegt- fallegt.
Ritaði Helga Høeg klukkan 9:34 f.h. |
miðvikudagur, 21. maí 2008
Í dag er bláberjaþema
morgunmatur: bláberjajógúrt
11 snarl: bláberja skyr.is
kannski bláberjaterta í kaffinu, hver veit
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 11:05 f.h. |
sunnudagur, 18. maí 2008
Hvitasunnufri - hluti tvo - framhaldssaga i nokkrum hlutum eftir Helgu Hoeg Sigurdardottur
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 3:10 e.h. |
mánudagur, 12. maí 2008
Aevintýrid hefst!!
Jaeja, tími til komin ad ég fari ad setja nokkra stafi á tetta blogg. Ég er komin í tveggja vikna langt Hvítasunnufrí og er ad fara ad fljúga til Frakklands á morgun.
Núna akkúrat sit ég úti í gardi í Dewangen heima hjá Moritz. Vorum ad borda frábaeran grillmat í sólskini í gódum félagsskap:) Fjölskyldan bidur ad heilsa!! Finnst mjög fyndid ad sjá íslensku skrifada:D
Ritaði Helga Høeg klukkan 6:00 e.h. |
sunnudagur, 11. maí 2008
Stundum hefur maður rétt fyrir sér
Eftir að hafa reiknað sama asnalega dæmið aftur og aftur og spurt hina og þessa um álit, komst ég að þeirri niðurstöðu að svarið í bókinni væri vitlaust.
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 9:16 e.h. |
laugardagur, 10. maí 2008
VEI vei Vei vEi VeI vEi VEi!!!!!!!!
Fyrstu lömbin komin :-D
Og það var hin geysi afkasta mikla átta vetra ær sem bar þrem fyrstu lömbunum. tvær gimbrar og einn hrútur. Ég og pabbi töldum svo saman að yfir ævina hefur hún borið 24 lömbum!!! Það eru að meðaltali 3 lömb á ári :-)
Svo báru tvær í viðbót...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 11:37 f.h. |
föstudagur, 9. maí 2008
Sumir dagar eru bara betri en aðrir
Ekki spyrja mig af hverju...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 3:50 e.h. |
fimmtudagur, 8. maí 2008
þriðjudagur, 6. maí 2008
Hmm látum okkur nú sjá....
Next one please. Cheese and ham or cheese and cucumber??!!!!
Lesið þetta svo yfir með breskum pirruðum hreim ;-)
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 5:15 e.h. |