Ótrúlegt hvað margir hlutir verða spennandi þegar maður á að vera að gera eitthvað sem að maður nennir ekki....
Eyddi fyrri hluta gærdagsins í tiltekt eftir aðeins skemmtilegra kveðju- 2xútskriftarpartýið okkar Hildar;) skál fyrir því!! Tókum nokkur mögnuð dansspor með viskustykkin í eldhúsinu hans afa:D (smelli sko bókað inn myndum af því! Dóra var að sjálfsögðu strax mætt á staðinn með kameruna á lofti!)
Seinni hluti dagsins fór svo aðallega í það að vera alltaf á leiðinni að fara að pakka, en hlutir eins og reikna út bensínkostnað með Dóru, spila á fiðlu;), spjalla um allt og ekkert við ömmu og fara út með Garp... virtust alltaf ná yfirhöndinni...
Það er ekki auðvelt að finna út hvað á að hafa með í svona langa dvöl erlendis...
(ég er samt búin að finna ferðatöskuna.... góð byrjun eða??)
mánudagur, 27. ágúst 2007
Fyrr má nú aldeilis fyrr vera...
Ritaði Helga Høeg klukkan 2:12 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|