Ég elska þegar sólin skín inn á skrifborðið hjá mér.
fimmtudagur, 29. október 2009
miðvikudagur, 28. október 2009
Byrjaði daginn á því að stíga í poll... dagurinn hefur bara batnað síðan :-)
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 6:24 e.h. |
fimmtudagur, 22. október 2009
Yndislegt veður
Veðrið er búið að vera yndislegt í dag. Eftir hádegið lagðist ég á handklæði á grasflötina fyrir utan bygginguna sem ég bý í. Þar las ég mér til um stálsúlur og stálbita. Á slaginu hálffimm skyggði nærliggjandi hús á sólina þannig að ég hröklaðist inn. Engu að síður yndislegt :-)
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 8:38 e.h. |
mánudagur, 19. október 2009
Nördabrandari dagsins!
Æi mér er svo kalt á puttunum...
Leystu þá bara smá natríumhýdroxíð upp...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 11:19 e.h. |
Jarðarberja jógúrt
mmm... ég fann jógúrt með sultu í botninum. Fékk algjört nostalgíukast :-)
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 1:11 e.h. |
laugardagur, 17. október 2009
föstudagur, 16. október 2009
Man skal passe på at tænke ikke for meget, det kan være farligt for dem som ikke er vant til det...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 6:50 e.h. |
laugardagur, 10. október 2009
miðvikudagur, 7. október 2009
Af sellói og smábörnum
Selló og smábörn? Gætuð þið hugsað... hvernig í ósköpunum hangir það saman?? Og í flestum tilvikum væri ég sammála, það fer ekki saman. Hvernig stendur þá á þessari yfirskrift hjá mér? nei þetta er ekki bull, væri samt ekki í fyrsta sinn, og nei það er ekki vegna þess að það stuðlar...
Í gærkvöldi passaði ég lítinn sætan 15 mánaðagamlan snáða með 4 tennur. Í dag fór ég í spilatíma hjá mömmunni fyrir ómakið:) Ekki léleg skipti það :) :)
hress og kát kveðja frá dk ;)
Ritaði Helga Høeg klukkan 4:14 e.h. |
þriðjudagur, 6. október 2009
Farmers maket
Ég fór á markaðinn í dag. Sólin skein á mig og veðrið var hlýtt og milt. Ég keypti sex fallegar nektarínur og skoðaði alls kyns grænmeti og ávexti.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 5:48 e.h. |
sunnudagur, 4. október 2009
föstudagur, 2. október 2009
Tónleikar
Í gær fórum við Jón Emil á tónleika sem haldnir voru í tónleikasal hér á skólasvæðinu. Á tónleikunum spiluðu banjóleikari, slagverksleikari og kontrabassaleikari. Þetta voru rosalega skemmtilegir tónleikar. Ég skemmti mér konunglega. Bæði voru þetta frábærir listamenn, snillingar á sín hljóðfæri. En þeir voru líka svo hressir, glaðir og skemmtilegir. Þeir gerðu mikið grín og notuðu oft hljóðfærin til þess að búa til alls kyns skemmtileg hljóð. Mér þótti sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með bassaleikaranum. Þetta stóra hljóðfæri lék í höndunum á honum og tónarnir sem hann gat framkallað minntu mig helst á miklu minna hljóðfæri, víólu, jafnvel fiðlu.
En núna ætla ég að reyna að halda áfram að kynna mér plastíska hegðun stálbita.
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:05 e.h. |
fimmtudagur, 1. október 2009
Thyrfti eiginlega ad fara ad blogga...
... tad er margt sem ég thyrfti ad gera ;D Best ad halda áfram ad læra!!
Ritaði Helga Høeg klukkan 1:44 e.h. |