mánudagur, 29. júní 2009

Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn...

velti fyrir mér hvort svipað orðatiltæki finnist á franskri tungu - nema bara í öfugri merkingu. T.d. það er skammgóð kæling að skvetta úr skúringafötunni á tærnar á sér... (því þó að það sé þægilegt í fyrstu nær vatnið fljótlega suðupunkti og gerir illt verra!!). Verðugt rannsóknraefni, læt ykkur vita ef ég kemst til botns í þessu:)


Að lokum tvær myndir frá lokahófi frönskukúrsins:

Mér á hægri hönd, Claire: kennarinn (toulousienne), Sofie: Belgía, Constanza: Chile, Matthias: Þýskaland, Cristina: Spánn, Tania: Rússland, Vicente: Ecuador(veit ekki hvernig við skrifum það á ísl. þetta er dönsk stafsetning...) og konan hans (man ekki hvað hún heitir): Bandaríkin.



föstudagur, 26. júní 2009

Hversu unaðslegt er það að ganga út um fjósdyrnar og finna ilminn af nýslegnu grasi?

þriðjudagur, 23. júní 2009

Í gærmorgun,,,

... kleip sólin í rassinn á mér um leið og ég steig út um kjallaradyrnar. Það var yndislegt að finna ylinn frá henni og horfa á hana baða landslagið í birtu sinni. Ég var ekki komin niður að fjósinu þegar ský hafði dregið fyrir sólu. Mikið var ég heppin, hugsaði ég, að hafa komið út rétt í tæka tíð til að njóta sólarinnar.

mánudagur, 15. júní 2009

Mjaltasaga

Í morgun vorum við Dóra einar í mjöltum. Það kom í minn hlut að reka inn og Dóra benti mér á það að best væri að skafa út því básinn var orðinn fullur af fíbjakki. Ég fer upp að aftan labba í gegnum básinn tek mér sköfu í hönd og skef skítinn niður í haughús þar sem hann fær að dúsa fram á næsta vor. Þá fór ég að reka inn og ég áleit það best að setja hana Brekku gömlu fremsta. Hún labbar þunglamalegum skrefum fremst í básinn. Svo fylli ég básinn af kusupakki. Þegar vélarnar eru komnar á allar kýrnar spyr ég Dóru hvort hún viti hvað klukkan sé. Dóra hristir hausinn en heldur af stað upp úr básnum að framanverðu til að fara fram í mjólkurhús til að athuga hvað tímanum líði. En þegar hún var komin í efstu tröppu stoppar hún, hugsar sig um og segir svo "hér er opið!" Ég hafði gleymt að loka að framanverðu þegar ég var að skafa út. En Brekka stóð sem klettur með allt hafurtaskið fyrir aftan sig með taktföstum mjaltarvélunum á. Dóra lokaði og svo sprungum við úr hlátri.

fimmtudagur, 11. júní 2009

Hefurðu séð kisu-berja-tré?

Eða ís í boxi?? haha:)



Afrakstur helgarinnar:) Aðeins of gómsætt!!!


sunnudagur, 7. júní 2009

brotabrot af ferðasögunni

Verðandi verkfræðingur lagði upp í för
kynntist eyðimörkinni
með vinum mínum
borðaði á 7 stjörnu hóteli
sá margar framkvæmdir
spókaði mig í sólinni

skoðaði Burj al Arab (burj þýðir turn)
fór á fílsbak (fíllinn hélt Arnari á réttum stað með eyrunum!)
tælensk bensínstöð!
foss

þetta hlýtur að vera verkfræðiskóli
maður getur nú orðið þreyttur af að ferðast, þá er gott að hvíla sig :-)

drengirnir mínir og ég :-)

laugardagur, 6. júní 2009

Setti sig sjálfa á!

Það fæddist svona ljómandi falleg gimbur sem var með svartan blett yfir öðru auganu. Auðvitað hlaut hún nafnið Bauga ;-)

miðvikudagur, 3. júní 2009

Koh Samui

Sma kvedja her fra mer. Nu er eg komin a eyju sem heitir Koh Samui. A morgun fer eg upp i flugvel og flyg til Bangkok. Eg verd einn dag i Bangkok, thad verdur eflaust allt odruvisi heldur en eyjalifid sem vid hofum stundad undanfarna daga. Thad hefur adallega einkennst af hvitum strondum, einstaka kofa, regnskogi, filum, kofun og morgu, morgu fleiru. A fostudagskvoldid hefst svo ferdalagid heim, vid reiknum med ad stiga aftur faeti a islenska grund a adfaranott sunnudagsins. Hlakka til ad sja ykkur oll.

P.s. set bokad inn myndir thegar eg kem heim.