föstudagur, 31. október 2008

Komin heim á klakann

Jæja núna byrjar alvaran á ný. Hlakka til þegar sólahringurinn verður komin í venjulegt horf. Átti mjög erfitt með að halda mér vakandi í tímunum. Síðasti tími var líffræði hjá Óla Einars. Eins og ávalt í þesum tíma var endalaust verið að spyrja hann hvort við mættum ekki fara fyrr. Það gekk eins og alltaf eitthvað treglega. Nema allt í einu segir hann: "Heyrðu Jóhanna! þú mátt fara því að þú ert svo þreytt." Ég var ekkert smá glöð og var ekki lengi að skoppa út úr stofunni.

Ferðasaga og myndir koma seinna.

föstudagur, 24. október 2008

你好

Akvad ad senda sma kvedju heim og lata vita ad her er allt i somanum. Kinverjarnir gera allt til ad vera godir vid okkur. Gestreisinin er rosaleg. Erum buin ad heimsaekja islenska sendiradid i Beijing. A morgun forum vid ad skoda tvo virtustu haskolana i Kina auk Sumarhallarinnar. Hlakka til ad hitta ykkur oll.

Kv. Johanna Kinafari

það eru forréttindi

að hjóla á hjóli með bremsum :-)

Palli lagaði hjólið mitt, þvílíkur munur!

fimmtudagur, 23. október 2008

Ég keypti nýtt strokledur i dag...

Veit um eina persónu sem verdur dáltid ánægd med mig eftir afrekid:)

En ég er tó ekki enn búin ad ákveda hvort ég hendi gamla góda strokledrinu sem afi átti á undan mér... væri hálfgerd synd. Kannski ætti ég ad geyma tad, tó ekki væri nema til mögru áranna!

Yfir og út

miðvikudagur, 22. október 2008

Svaf ég yfir mig?

Í morgun þegar ég vaknaði fannst mér eins og ég hefði sofið yfir mig... og það ekki lítið. Mér leið eins og það væri kominn desember. Það var í mér einhver desembertilfinning, get ekki alveg líst henni, hún er sambland, tilhlökkunar, innri róar, stress og ýmislegs fleira. Þegar mér varð svo litið út um gluggann og sá nýfallinn snjóinn brá mér í brún... Kannski hafði ég virkilega sofið yfir mig í heilan mánuð! Hver veit, allt getur nú gerst á 21. öldinni. Ég áttaði mig þó fljótlega og fór bara að reikna straumfræðidæmi á meðan fallegum snjónum kyngdi niður. 

mánudagur, 20. október 2008

Og við teljum niður!

Núna eru aðeins rúmir 5 klst þangað til að lagt verður af stað frá FSu! Ég er ekki viss um að ég geti sofnað núna en það kemur allt í ljós.

Kína hér kem ég!

föstudagur, 17. október 2008

Dagurinn í dag

góður, líkt og sá í gær og vonandi sá á morgun,


margra hluta vegna

miðvikudagur, 15. október 2008

Fögur er fjallasýn...

Smalaði fjallið með pabba í dag.
Veðrið var hrein út sagt y-n-d-i-s-l-e-g-t (lesist hægt og með áherslu á hvern einasta staf!)
Ég var á Skruggu - frábær smalahestur (takk fyrir lánið Dóra)
Þegar ég stóð uppi á Hamri í glampandi sólskini, blasti við mér þvílíkt útsýni.
Í Suðri sá ég vestmannaeyjar.
Leit ég inn til landsins skartaði Hekla sínu fegursta ásamt, Þríhyrningi, Eyjafjallajökli og Tindfjallajökli (svo dæmi séu tekin).
Sneri ég mér í hina áttina mátti sjá glampa á Langjökul, hvítir tindarnir voru svo fallegir í sólskinu.
Ég sá lengst fram í sveit.
Svo var náttúrulega Stóra-Laxá en hún var svo tær að ég sá alveg niður á botn(og hefði sko getað talið laxana synda framhjá ef það hefðu verið einhverjir...)

Þegar ég sagði Hildi frá þessu alveg heilluð í kvöld svaraði hún ,, og þú varst náttúrulega ekki með myndavélina er það??" Ég varð því miður að viðurkenna að svo hefði ekki verið... Það verða því bara að duga lýsingar en hér hefði annars komið mynd af mér brosandi út að eyrum með fjallahringinn í baksýn.

Það stendur því tvennt til boða; Ímynda sér það... eða bara koma með mér á hestbak einhvern daginn helst í góðu veðri?? það fer hver að vera síðastur!!!

þriðjudagur, 14. október 2008

Gunnar á Hlíðarenda

Ég er nú ekki viss um að það hafi verið mikið á milli eyrnanna á Gunnari. Ég skil ekki hvernig Njáll gat þolað hann. Kannski til að vera með fína fræga fólkinu... Hver veit?

mánudagur, 13. október 2008

Að sofa

Mikið ofboðslega er gott að sofna þegar maður er þreyttur...

zzz

föstudagur, 10. október 2008

Úff

Hverjum datt í hug að hafa þrjú próf þrjá daga í röð ???


BYG501G Jarðtækni og grundun 1 16. des. 09:00-12:00
BYG101M Álag og öryggi burðarvirkja 17. des. 13:30-16:30
BYG502G Framkvæmdafræði 1 18. des. 13:30-16:30

Jón Emil, kemur þú með mér í blóðbankann kl. 17:00 18. des ?

Alveg hreint ótrúlegt

Stundum er hægt að gera mjög einfalda hluti alveg ofboslega flókna...

fimmtudagur, 9. október 2008

Friður í kreppunni!

Yoko kemur til landsins með frið efst í huga. Bráðum lýsir súlan á ný. ljós í kreppunni.

miðvikudagur, 8. október 2008

Smá pæling...

hmmm.... Eða hvað?
Var bara svona að pæla.

þriðjudagur, 7. október 2008

Dróttkvæði!

Það er nú meiri orðasúpan!

laugardagur, 4. október 2008

Að láta sér leiðast!

Að láta sér leiðast er bara eitthvað sem ég skil ekki. Kannski er það af því að mér leiðist aldrei!

Alltaf og aldrei eru orð sem þú átt alltaf að muna að nota aldrei...

miðvikudagur, 1. október 2008

Hugsun nemandans

Mennaskólaneminn kom þreyttur heim eftir að hafa setið yfir lífeðlisfræði og Njálu alla nóttina. Mikið ofboðslega var hann feginn þegar hann opnaði skóladagbókina og sá að það var ekkert sem þurfti að skila fyrir morgundaginn...